Fréttir

ÍAV byggja fjölbýlishús á Reyðarfirði
28. desember 2007

ÍAV byggja fjölbýlishús á Reyðarfirði

Þann 27. desember s.l. var undirritaður samningur um byggingu fjölbýlishúss fyrir Vélsmiðju Hjalta Einarssonar hf. Húsið sem er fjórtán íbúða á tveimur hæðum mun rísa að Bakkagerði 5-7 á Reyðarfirði. Framkvæmdir eru hafnar.


ÍAV byggja fyrir Ölgerðina
27. desember 2007

ÍAV byggja fyrir Ölgerðina

Nýverið var undirritaður samningur á milli Íslenskra aðalverktaka annarsvegar og Fasteignafélagsins Öls hinsvegar um framkvæmdir vegna viðbyggingar við hús Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson hf að Grjóthálsi í Reykjavík.

21. desember 2007

Pólskir starfsmenn ÍAV halda heim um hátíðarnar

ÍAV er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins og hjá því starfar fjöldi pólskra iðnaðar- og verkamanna. Af þeim fóru um 150 manns með leiguflugi til Póllands þann 20. desember og koma síðan til baka eftir áramót og hefja aftur vinnu þann 7. janúar.

Rafstrengur lagður  undir ár og vegi
18. desember 2007

Rafstrengur lagður undir ár og vegi

Um miðjan september hófst undirbúningsvinna hjá Íslenskun aðalverktökum vegna lagningar 132kV rafstrengja fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Strengirnir sem verða alls um 10,2 km að lengd, liggja á milli aðveitustöðva við Korpu og Borgartún. Auk þess munu fjarskiptastrengir verða lagðir samhliða.

ÍAV byggja íþróttamiðstöð á Álftanesi
18. desember 2007

ÍAV byggja íþróttamiðstöð á Álftanesi

Þann 18. desember tók Kristján Sveinbjörnsson forseti bæjarstjórnar Álftaness, fyrstu skóflustunguna að nýrri sundlaug og viðbyggingu við íþróttahús bæjarins.

Vélsmiðja reist á Reyðarfirði
13. desember 2007

Vélsmiðja reist á Reyðarfirði

Nýverið hófu Íslenskir aðalverktakar vinnu við byggingu rúmlega 4000 fermetra stálgrindarhúss að Hrauni 5 í Reyðarfirði. Burðarvirki hússins verður úr stáli en gólf og sökklar verða steypt.

ÍAV kanna hug pólskra starfsmanna sinna
12. desember 2007

ÍAV kanna hug pólskra starfsmanna sinna

Undanfarna mánuði hafa ÍAV látið kanna afstöðu pólskra starfsmanna sinna til fyrirtækisins, starfsins sjálfs sem og alls aðbúnaðar. Í ljós kom að pólskir starfsmenn eru almennt ánægðir með að starfa fyrir fyrirtækið.

Til hamingju með Háskólatorg
01. desember 2007

Til hamingju með Háskólatorg

Þann 1. desember, var Háskólatorg afhent Háskóla Íslands. ÍAV ásamt arkitektastofunum Hornsteinum arkitektum og TIS teiknistofu urðu hlutskarpastir í lokaðri samkeppni verktaka og hönnuða um Háskólatorg sem fram fór sumarið 2005. Í framhaldi af því var gengið til samninga og í apríl 2006 hófu Íslenskir aðalverktakar framkvæmdir.

Norðurbakki Hafnarfirði
14. nóvember 2007

Norðurbakki Hafnarfirði

Í ágúst 2007 voru sett í sölu fyrstu tvö húsin af fjórum sem fyrirtækið byggir við Norðurbakkann í Hafnarfirði. Þau verða á fjórum til fimm hæðum með lyftu sem gengur niður í sameiginlegan bílakjallara. Sérstæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð. Húsin verða klædd viðhaldslítilli álklæðningu og að hluta til með harðviði. Gluggar verða álklæddir timburgluggar. Íbúðunum verður skilað fullbúnum með parketi á gólfum en baðherbergis- og þvottahúsgólf verða flísalögð.