Almennar fréttir

30. janúar 2012

Íbúðir í Skugga innréttaðar

Skrifað hefur verið undir samning við 101 Skuggahverfi um fullnaðarfrágang á 7 íbúðum við Vatnsstíg 14. Um er að ræða íbúðir í fjölbýlishúsi sem ÍAV sá um uppsteypu á en framkvæmdir við byggingarnar hafa legið niðri frá því haustið 2010.

Nú þegar hefur verið flutt inn í nokkrar íbúðir hússins en íbúðirnar sem ÍAV mun sjá um framkvæmdir í eru um 125 fm2 að stærð. Áætlaður verktími er fram í júní 2012.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn