Fréttir

ÍAV afhendir fyrsta húsið á Austurlandi
05. desember 2004

ÍAV afhendir fyrsta húsið á Austurlandi

ÍAV hafa afhent fyrsta húsið sem fyrirtækið byggir á Austurlandi. Húsið er glæsilegt einnar hæðar einbýlishús um 200 fermetrar að stærð með bílskúr. Húsið stendur við Vallargerði 17 á Reyðarfirði.


Íþróttaakademía
15. nóvember 2004

Íþróttaakademía

ÍAV hófu um miðjan nóvember 2004 byggingu fyrsta áfanga Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ. Í Íþróttaakademíunni mun fara fram kennsla í íþróttafræðum á háskólastigi. Byggingu fyrsta áfanga hússins verður lokið næsta haust og mun skólastarf hefjast í september 2005.

Íþróttamannvirki í Garðabæ formlega opnað
10. október 2004

Íþróttamannvirki í Garðabæ formlega opnað

Nýtt stórglæsilegt íþróttamannvirki við Skólabraut í Garðabæ var formlega opnað þann 10. október sl. Byggingin er um 4.200 fm að stærð á tveimur hæðum. Í íþróttamannvirkinu er m.a. tvöfaldur handboltavöllur, kennslusundlaug með heitum potti, sex búningsklefar og hlaupabraut. Starfsmenn ÍAV hófu byggingaframkvæmdir í júní 2003.

Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri fullbúið
01. október 2004

Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri fullbúið

Þann 1. október, skiluðu ÍAV fullbúnu rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri. Um einkaframkvæmd er að ræða, ÍAV sáu um byggingu hússins, Landsafl er eignaraðili þess og ISS mun reka húsið fyrir menntamálaráðuneytið næstu 25 árin.

Góð sala íbúða við Þrastarhöfða
28. september 2004

Góð sala íbúða við Þrastarhöfða

ÍAV eru nú með í byggingu stórglæsilegt fjölbýlishús við Þrastarhöfða 4-6 vestast í Mosfellsbæ. Húsið er hannað af Arcus arkitektum með þarfir fjölskyldufólks í huga. Um er að ræða tvo stigaganga í sambyggðu L-laga fjölbýlishúsi. Húsið er þriggja hæða með 22 íbúðum og 14 bílastæðum í bílageymslukjallara.

Snjóflóðavarnargarðar á Seyðisfirði
10. ágúst 2004

Snjóflóðavarnargarðar á Seyðisfirði

Verkið fólst í að byggja tvo 20 metra háa snjóflóðavarnargarða, um 200 metra langan leiðigarð og rúmlega 400 metra þvergarð, á Brún undir Bjólfi á Seyðisfiriði

10. ágúst 2004

ÍAV hefja framkvæmdir við grunnskóla í Staðahverfi

Undirritaður hefur verið samningur um að ÍAV byggi grunnskóla í Staðahverfi. Verkið felst í jarðvinnu, uppsteypu og frágangi að utan og innan en skólinn verður tæplega 3.000 fermetrar að grunnfleti á einni hæð. Byggingin verður að stórum hluta klædd að utan með bárumálmklæðningu en að öðru leiti verður notast við sjónsteypu.

24. júní 2004

Íslenskir aðalverktakar 50 ára

Fimmtudaginn 24. júní 2004, voru liðin 50 ár frá því Íslenskir aðalverkakar tóku til starfa. Fyrirtækið var í upphafi stofnað að frumkvæði íslenskra stjórnvalda og var ætlað að uppfylla samningsskyldur Íslands við Bandaríkin á sviði verktöku vegna veru varnarliðsins hér á landi.

ÍAV byggir verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð
11. júní 2004

ÍAV byggir verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð

Samningur um að Íslenskir aðalverktakar byggi Molann, 2.500 fermetra verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð, var undirritaður af fulltrúum ÍAV og Smáratorgs. Fór undirskriftin fram á sýningunni Austurland 2004. Fyrsta skóflustungan verður tekin 21. júní nk.