Almennar fréttir

11. nóvember 2009

Aðeins 34 metrar eftir í Bolungarvíkurgöngum

Nú á einungis eftir  að sprengja 34 metra í Bolungarvíkurgöngum. Gröftur ganganna gekk misjafnlega í síðustu viku en erfið setlög Bolungarvíkurmegin hafa tafið gröftinn. Í liðinni viku voru sprengdir 18 metrar Bolungarvíkurmegin en á sama tíma voru sprengdir 40 metrar Hnífsdalsmegin. Frá Bolungarvík eru göngin því orðin 2.404 metrar en Hnífsdalsmegin 2.718 metrar.

Samtals er  því búið að sprengja 5.122 metra eða 99,3% af heildarlengdinni. Stefnt er að því að slá í gegn 27. nóvember næstkomandi.

Veður hefur verið starfsmönnum Ósafls hliðhollt vegna verkefna utan við göngin og hefur vinna við vegskála og brúarsmíði gengið mjög vel.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn