Almennar fréttir

14. júlí 2011

Aðföng til Noregs

Í nótt voru jarðvinnutæki, gámar og ýmis annar búnaður fluttur með flutningaskipi áleiðis til Horten í Noregi, þaðan sem búnaðinum verður komið áfram til Holmestrand. Tækin eru ætluð til nota í verkefni Marti/ÍAV við Snekkestad í Noregi. Verkefnið í Snekkastad felst í gerð járnbrautarganga fyrir járnbrautarspor nærri Holmestrand.

Áður en að lestun í skipið hófst fóru starfsmenn, flutningafélagsins og tollayfirvöld, yfir farminn svo að lestunin gæti gengið sem best. Farmurinn samanstóð meðal annars af vinnuvélum, stórum spennum, blásurum, ljósavél, 29 húsgámaeiningum og 13 geymslugámum.

Allur búnaðurinn er í góðu ásigkomulagi og meðal annars voru allir gámar sprautaðir fyrir ferðina. Mikil vinna fólst í því að gera búnaðinn tilbúinn undir sjóferðina sem mun taka um 5 daga. Þegar til Snekkestad er komið munu starfsmenn ÍAV hefjast handa við uppsetningu vinnubúðanna fyrir þá starfsmenn sem dvelja munu þar næstu misserin við borun járnbrautarganganna.

Hér að neðan má sjá myndir af búnaði og mannskapnum sem sá um undirbúning.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn