Almennar fréttir

12. apríl 2012

Borgartún 33 - endurbætur

ÍAV og Reginn ehf. hafa skrifað undir samning um endurbætur á Borgartúni 33 og er verkið hafið. Borgartún 33 er í dag um 2.500 fermetra steinsteypt skrifstofu- og verslunarhús á þremur hæðum auk kjallara.

Í verkinu felst að bætt er við hæð ofan á húsið, steypt upp nýtt stigahús, skipt um alla glugga og húsið klætt að utan. Einnig er innifalið í verkinu ýmis rif og styrkingar innanhúss. Innanhússfrágangur verður svo að hluta til í höndum ÍAV í stýriverktöku.

Verkið hófst um miðjan mars og áætluð verklok eru í byrjun september 2012.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn