Almennar fréttir

21. nóvember 2008

Búið að sprengja meira en kílómeter í Bolungarvíkurgöngunum

Gangagreftri í Bolungarvíkurgöngum miðar vel áfram. Í síðustu viku voru sprengdir 54 metrar Hnífsdalsmegin, þ.m.t. neyðarútskot, og var lengdin þar orðin tæpir 400 metrar. Bolungarvíkurmegin voru sprengdir 67 metrar og var lengdin þar rúmir 600 metrar. Samtals voru sprengdir 121 metrar í síðustu viku og lengd ganganna orðin rúmlega kílómeter eða um fimmtungur af heildarlengd ganganna.Lengd þeirra jókst því um 2,5% í síðustu viku.

Ef Ósaflsmenn ná að sprengja 2,5% af lengd ganganna í hverri viku má ætla að gatið opnist til beggja átta um miðjan júlí á næsta ári af því gefnu að gangagröfturinn haldist í eðlilegu horfi og ekkert óvænt komi upp á. Ósaflsmenn áætla að búið verði að sprengja göngin um mánaðarmótin júlí / ágúst á næsta ári.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn