Almennar fréttir

28. júní 2018

Búrfellsstöð II gangsett

Í dag var Búrfellsstöð II gangsett, 26 mánuðum eftir að framkvæmd hófst og við það tækifæri lagði Forseti Íslands hornstein að stöðinni.

Umhverfisáhrif okkar framkvæmda á þessu mannvirki eru í lágmarki þar sem stöðin er neðanjarðar og inntakslónið var þegar til en við breyttum því og því eru umhverfisáhrifin nánast engin.

Fjármálaráðherra og fulltrúar Landsvirkjunar hrósuðu okkur sem og öðrum sem komu að þessari framkvæmd þar sem þetta mannvirki sýndi það mikla verkvit sem við Íslendingar búa  yfir.

Forsetinn talaði einnig um það að það væri greinilegt að vandað hefði verið til verks og við sem framkvæmdum erum þeim báðum þakklátir fyrir að benda á þessa staðreynd.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn