Almennar fréttir

29. apríl 2005

Bygging sundlaugar á Eskifirði

Nýverið undirrituðu ÍAV og Eignarhaldsfélagið Fasteign hf samning um byggingu nýrrar sundlaugar á Eskifirði.Um er að ræða 25 metra útisundlaug, rennibrautarlaug, vaðlaug, tvo heita potta og aðalbyggingu.Aðalbyggingin verður tæplega 540 fm, að stærð, auk gufu og kjallara, samtals rúmlega 1.100 fm.Samningsupphæð nam 328 mkr.Verkið mun hefjast fljótlega og eru verklok áætluð í mars 2006.

Um 25 manns munu vinna við verkið að jafnaði.

Verkefnastjóri verður Guðgeir Sigurjónsson og byggingastjóri Jón Grétar Traustason.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn