Almennar fréttir

13. mars 2007

Bygging þjónustustöðvar Esso við Hringbraut

Nýverið undirrituðu ÍAV og Olíufélagið Esso samning um byggingu nýrrar þjónustustöðvar Esso við Hringbraut í Reykjavík.Stöðin verður um 500 fermetrar að stærð og mun hún verða með svipuðu sniði og stöðvarnar við Háholt í Mosfellsbæ, Borgartún og Kringlumýrarbraut sem ÍAV byggðu.ÍAV sjá um framkvæmdina sem er hafin.Gert er ráð fyrir að stöðin opni í janúar 2007.

Í nýju þjónustustöðinni verður meðal annars þægindavöruverslunin Nesti og veitingastaðirnir Subway og Serrano. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu og fimm starfsmenn muni vinna við bygginguna þegar mest verður. Byggingastjóri er Oddur H. Oddsson og verkefnisstjóri er Hjalti Gylfason.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn