Almennar fréttir

12. maí 2014

Fangelsið Hólmsheiði

Vinna við fangelsið gengur vel. Um 70% af uppslætti sökkla er lokið og byrjað er að fylli inn í grunn byggingarinnar. Einangrun sökkla er langt kominn og vinna við frárennslislagnir innann sökkuls eru að hefjast.

Í útboðslýsingu verksins var gert ráð fyrir að um 60 – 70% útveggja yrðu forsteyptar samlokueiningar og sömuleiðis var gert ráð fyrir að salernisveggir fangaklefanna yrðu forsteyptir. Ákveðið hefur verið að öll umgjörð fangaklefanna verði einnig úr forsteyptum einingum þ.e. útveggir, milli klefa og út á gang og þess utan verða „filegran“ loftaplötur yfir klefunum.

Þess er vænst að með því að fjölga forsteyptum einingum náist að steypa og loka hússins tveimur mánuðum fyrr en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn