Almennar fréttir

26. apríl 2017

Flugbrautir styttast á meðan við malbikum

Mal­bik­un­ar­fram­kvæmd­ir standa nú yfir á Kefla­vík­ur­flug­velli og stytt­ast braut­irn­ar um tíma á meðan unnið er að því að mal­bika kross­göt­urn­ar þar sem þær mæt­ast, sem get­ur haft áhrif á hversu lang­an vegakafla vél­arn­ar þurfi til að geta hemlað séu þær full­hlaðnar.

„Þessi mal­bik­un­ar­vinna er bara eitt­hvað sem þarf að fara í á 20 ára fresti,“ seg­ir Guðni Sig­urðsson upp­lýs­inga­full­trúi. „En eins og með all­ar fram­kvæmd­ir kynn­um við þær með löng­um fyr­ir­vara og það er gert í sam­ráði við flug­fé­lög­in. Þau vita þá hvernig þjón­ust­an verður í hvaða fasa fram­kvæmd­anna.“

Guðni seg­ir tíma­bundna stytt­ingu brauta vissu­lega geta haft áhrif á heml­un­ar­vega­lengd flug­vél­anna full­hlaðinna, en að það geti einnig vind­styrk­ur og hálka á braut gert.

Vinna við mal­bik­un braut­anna hófst síðasta sum­ar þegar byrjað var að mal­bika norður- og suður­braut­ina. Byrjað var á að ljúka við þá vinnu þegar fram­kvæmd­ir hóf­ust á ný nú í vor „Í sum­ar verður aust­ur- vest­ur­braut­in síðan mal­bikuð,“ seg­ir Guðni og kveðst von­ast til að þeim fram­kvæmd­um ljúki nú í haust.

Fréttin birtist á mbl.is 26/04/2017

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn