Almennar fréttir

18. nóvember 2011

Framkvæmdafréttir frá Noregi

Framkvæmdir ganga vel á Snekkestad í Noregi. Búið er að sprengja rúmalega 180 metra af aðkomugöngum en í heild verða aðkomugöngin 320 metrar. Um er að ræða fyrsta hluta verkefnisins en sjálf járnbrautargöngin eru 2 km að lengd.

Menn eru bjartsýnir fyrir framhaldið og góður andi ríkir á vinnustaðnum. Um þessar mundir er verið að undirbúa dag heilagrar Barböru. Heilög Barabara er verndardýrlingur námumanna og líkneski af henni er komið fyrir í göngunum til verndar námumönnum. Um er að ræða kaþólskan sið sem hefur fest sig í sessi í tengslum við námugröft. Heilög Barbara verndar einnig steinsmiði, jarðfræðinga, slökkviliðsmenn og múrara svo nokkrar starfsgreinar séu nefndar.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn