Almennar fréttir

04. apríl 2012

Framkvæmdafréttir frá Snekkestad

Framkvæmdir ganga vel hér í Noregi. Búið er að sprengja aðkomugöng að aðalgöngunum og unnið er að svokölluðum millilager fyrir efni úr aðalgöngunum. Í millilagernum þarf að sprengja um það bil 32.000 m³ og er áætlað að sú vinna verði búin í byrjun maí.

Undirbúningur við aðkomuveg við Fegstad og veg inn í aðalgöngin er hafinn og mun sú vinna verða framkvæmd í sumar. Það má eiginlega segja að sumarið sé komið hér í Noregi því veðrið hefur verið með eindæmum gott undanfarnar vikur. Hitastigið hefur verið frá 8 til 20 gráður og í heila viku var hitinn um 18 gráður.

Umsjónarmenn umhverfismála í Vestfold og Telemark Fylke heimsóttu okkur í seinasta mánuði. Þeir skoðuðu hreinsistöðina fyrir vatn frá jarðgöngunum ásamt því sem ýmis önnur umhverfismál voru rædd.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn