Almennar fréttir

09. apríl 2008

Framkvæmdir við íbúðir á Hrólfsskálamel hafnar

Framkvæmdir vegna íbúða á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi hefjast um mánaðarmótin apríl/maí, gert er ráð fyrir að fyrsta byggingin af þremur verði tilbúin haustið 2008. Alls verða um 80 íbúðir í byggingunum en 26 íbúðir eru í fyrsta húsinu og er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki tvö til þrjú ár.

Svæðið afmarkast til suðurs af Suðurströnd, til austurs af Nesvegi, til norðurs af syðri mörkum lóðar Mýrarhúsaskóla og íbúðum aldraðra við Skólabraut og til vesturs af eystri mörkum lóðar íþróttamiðstöðvarinnar.

Byggingarnar þrjár verða þrjár til fjórar hæðir auk kjallara. Fyrsta byggingin verður á norðvesturhluta reitsins, önnur byggingin sunnan við hana og sú þriðja við Nesveginn.

Í fyrsta áfanga verða núverandi húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar Ræktin og hjólbarðaverkstæðisins Nesdekks rifin og í kjölfarið hefjist jarðvegsframkvæmdir. Áformað sé að hefja steypuvinnu í maí eða júní og stefnt er að því að íbúðirnar í fyrsta húsinu verði fullbúnar haustið 2008.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn