Almennar fréttir

20. apríl 2010

Framkvæmdum við hæsta íbúðaturn landsins að ljúka

Framkvæmdum við annan áfanga í Skugga mun senn ljúka. Verklegar framkvæmdir hófust við þennan áfanga í lok árs 2006 og hafa starfsmenn ÍAV því verið á staðnum í ríflega þrjú ár. Í upphafi var gert ráð fyrir frekari framkvæmdum en af þeim verður ekki um sinn.

Annar áfangi samanstendur af fimm fjölbýlishúsum en alls er gert ráð fyrir 97 íbúðum í húsunum. Þess má geta að hæsti turninn er 19 hæðir og stendur rúma 68 metra yfir sjávarmáli og er hann þ.a.l. hæsti íbúðaturn landsins.

Nú er verið að ljúka við utanhúsfrágang á húsunum en flest húsin eru nú að nálgast sína endanlegu mynd að utan og óhætt er að segja að um glæsileg hús er ræða. Einungis fimm íbúðir af þeim 97 sem ráðgert var að yrðu í húsunum hafa verið innréttaðar og óljóst er hvert framhaldið verður.

Í byggingarnar hafa farið um 12.500 m3 af steypu, rúmlega 5.100 fm2 af gluggum, 2.800 fm2 af steinflísum og 2.600 fm2 af öðrum klæðningarefnum.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn