Almennar fréttir

22. september 2009

Framvinda Óshlíðarganga

Nú hafa verið grafnir 4.656 metrar eða um 90% af heildargreftri Óshlíðarganga sem verða alls 5.156 metrar. Erfið setlög hafa tafið gangnagröftinn en talsverður tími hefur farið í bergstyrkingar og á stundum hefur einungis tekist að grafa um 2-3 metra áður en bergstyrkt er.

Áætlað gegnumbrot er um og eftir miðjan nóvember. Þá tekur við frágangsvinna í göngum sem felst í vatnsklæðningum, fráveitulögnum, uppsetningu á rafbúnaði og vegagerð.

Þegar hefur verið lokið við að steypa vegskála í Hnífsdalsmegin og fjórar vegskála færur hafa verið steyptar Bolungarvíkurmegin.

Heildarfjöldi starfsmanna sem vinnur að gerð Óshlíðarganga er um 90 manns.

Áætluð verklok eru í  júlí 2010.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn