Almennar fréttir

20. október 2017

Froðuprófun í flugskýli Icelandair sem ÍAV er að byggja

Innan skamms mun Icelandair taka í notkun nýtt flugskýli. Áður en það er hægt þurfa ýmis öryggispróf að fara fram. Eitt af þeim er að prófa froðukerfið en það var gert fimmtudaginn 19.10. sl.

Prófið gekk út á það að froðu var hleypt á blásara í loftinu og froðan látin ná 3 m hæð en hæðin í skýlinu er 19 metrar. Blásarnir eru knúnir 3 dælum 7000 l/m hver. Tókst allt vel að lokum en ærið verkefni beið svo slökkviliðs og verktaka að fella froðu niður.

Hér má sjá myndir frá þessari prófun.

Myndband á YouTube

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn