Almennar fréttir

07. maí 2004

Fyrsta skóflustungan að stækkun álvers við Grundartanga

Fyrsta skóflustungan var tekin í dag að væntanlegri stækkun álvers Norðuráls við Grundartanga úr 90 í 180 þúsund tonna framleiðslugetu. Samningar við ÍAV, á grundvelli útboðs, um jarðvegsframkvæmdir eru á lokastigi. Áætlað er að framkvæmdir hefjist strax eftir næstkomandi helgi. Sjálf byggingin verður boðin út í júní í sumar.
Verkefnistjóri yfir verkinu er Agnar Strandberg og verkstjóri er Ágúst Ólafsson.
15 til 20 starfsmenn ÍAV munu vinna verkið. Áætluð verklok jarðvegsframkvæmdanna eru haustið 2004.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn