Almennar fréttir

05. nóvember 2008

Fyrstu súlurnar rísa í álverinu í Helguvík

Starfsmenn ÍAV eru byrjaðir að reisa fyrstu súlurnar í byggingu kerskála fyrir álver í Helguvík.Súlurnar eru um 160 talsins og eru 8 metra háar, 22 tonn hver að þyngd.Alls verða 160 súlur reistar í kerskálunum tveimur sem verða 26 metra breiðir og 400 metra langir eða rúmlega 10.000 fm hvor skáli.

Búið er að steypa undirstöður undir helming súlnanna.Síðustu vikur hefur verið unnið í að grafa lagnir í jörð auk annarrar jarðvinnu.Um 75 manns vinna að verkinu á vegum ÍAV.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn