Almennar fréttir

08. júní 2012

Fyrstu tækin í Sauðárveitur

Nú er hafinn flutningur á tækjum sem nota á við verkefni félagsins í Sauðárveitum. Gert er ráð fyrir að flutningur tækjanna taki þrjá daga. Um er að ræða flutning á 18 tonna jarðýtu og 35 tonna beltagröfu.

 
Verkefni ÍAV í Sauðárveitum felst í sprengingum, stíflugerð og gerð yfirfalla ásamt annarskonar jarðvinnuframkvæmdum á svæðinu. Verkefnið tengist Fljótsdalsvirkjun og er verkkaupi Landsvirkjun.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn