Almennar fréttir

04. janúar 2015

Gefur ágóðann til langveikra barna

Undanfarnar vikur hefur matreiðslubókin Rögguréttir selst í hundruðum eintaka. Hún finnst þó hvergi í bókabúðum þar sem um er að ræða sérstakt góðgerðarverkefni til styrktar Umhyggju - félagi til stuðnings langveikra barna.

Að verkefninu standa þær Ragnheiður Ketilsdóttir og Auður Steinarsdóttir, en báðar vinna þær hjá Íslenskum aðalverktökum, Ragnheiður sem matráður og Auður sem fjárreiðustjóri. Í samtali við mbl.is segir Ragnheiður að verkefnið hafi gengið vonum framar.

Sjá frétt á mbl.is um þetta frábæra framtak.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn