Almennar fréttir

13. maí 2008

Góður gangur í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu

Framkvæmdir við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið hafa gengið vel að undanförnu.

Í apríl voru framleiddir um 5.400 m2 af mótum, 2.000 m2 af trapizuplötum, 1.400 m3 af steypu, 250 tonn af steypustyrktarstáli og um 150 tonn af byggingarstáli.Uppsteypa á 2. hæð hússins er langt komin en á þeirri hæð byrja þrír megin salir hússins.

Uppsteypa á 3. hæð er komin af stað og samtímis er unnið að innanhúsfrágangi og frágangi á lögnum í kjallara en sú vinna er komin í fullan gang.

Fyrstu fulltrúar kínverska fyrirtækisins Lingyun eru komnir á verkstað og hafa hafið undirbúning að uppsetningu á glerhjúpi hússins.Um 220 manns vinna nú við Austurhöfnina og er unnið á tvískiptum vöktum 22 tíma á sólarhring.Samtímis er unnið að jarðvinnu við bílakjallarann en áætlað er að hefja uppsteypu hans sunnan við Tónlistarhúsið nú í sumar.

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn