Almennar fréttir

30. ágúst 2016

Góður gangur við gerð Vaðlaheiðarganga

„Nú eru eftir 1.351 metrar af greftri Vaðlaheiðarganga (5.855 m búnir). Gröftur hefur gengið ágætlega síðustu vikur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Grafnir voru 62 metrar í Eyjafirði í síðustu viku sem er mjög gott.

Búið er að grafa og styrkja um 2/3 hluta hrunsvæðisins í Fnjóskadal og er áætlað að jarðgangagröftur muni hefjast að nýju upp úr mánaðarmótum Sept/Okt.

Vegavinna hefur verið í gangi í sumar og er ætlunin að klára að mestu massa tilfærslurnar í vegagerðinni á þessu hausti. Burðarlög og klæðningar munu hinsvegar bíða vors.

Ætla má að verkið klárist vorið 2018 að öllu óbreyttu.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn