Almennar fréttir

27. september 2018

Hafnarvegur (44), vegtenging við Reykjanesbraut

Verkið fólst í nýbyggingu vegarins á um 850 m löngum kafla, og lokun á núverandi gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar vestan við hringtorgið, með tilheyrandi rifi malbiks og yfirborðsfrágangi umferðareyja Reykjanesbrautar, sem og landmótun og yfirborðsjöfnun utan hennar.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda sem leið eiga um Reykjanesbraut, með því að loka hættulegum T-gatnamótum og tengja nýjan vegkafla Hafnavegar inn á núverandi hringtorg á Reykjanesbraut, ásamt því að tryggja greiðari samgöngur á svæðinu og bæta tengingu við Hafnir. 

Lokaúttekt fór fram 26. september með eftirliti og fulltrúa verkkaupa. Við lokaúttekt sagði fulltrúi verkaupa að hann hefði ekki tekið út verk sem í lokaúttekt sem væri með eins fáar athugasemdir við verklok. Þær athugasemdir sem gerðar voru lagaðar á 2 klst. Fulltrúi vegagerðarinnar hrósaði ÍAV hf fyrir vel unnið verk.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn