Almennar fréttir

18. mars 2011

Harpa afhent vorið 2011

Samkomulag hefur náðst á milli ÍAV annars vegar og Austurhafnar og Portusar hins vegar um skiladagsetningu Hörpunnar 7. apríl 2011. Þá verður mögulegt að byrja að flytja inn í húsið og undirbúa opnun en tilkynnt verður um formlegan opnunardag Hörpunnar í lok júní nk.

Nokkur seinkun hefur orðið á framleiðslu og uppsetningu glerhjúpsins sem umlykur bygginguna sökum stöðvunar verksins frá október 2008 til mars 2009 en aðilar verkefnisins hafa nú náð samkomulagi um að vinna upp þá seinkun.

Uppsetning á einingum sem mynda glerhjúpinn hefur gengið vel að undanförnu og er glerjun á norðurhlið hússins komin vel á veg. Um þessar mundir er unnið að uppsetningu glerhjúpsins samtímis á öllum hliðum hússins. Innanhúss er unnið á öllum stöðum og eru sum svæði nú þegar langt komin. Bundna leið verksins liggur nú í gegnum vinnu við glerhjúp og vinnu í aðalsal og mun með haustinu einnig verða við vinnu á anddyris svæðum að sunnanverðu.

Um 400 starfsmenn eru nú á verkstað og mun þeim fjölga eitthvað á næstunni.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn