Almennar fréttir

27. mars 2018

Harpa heillar arkitekta

Harpa fær enn einu sinni viðurkenningu fyrir heillandi hönnun og sérstaklega fyrir síbreytilegt útlit glerhjúpsins með sinni litadýrð.

Stuðlabergið sem Ólafur Elíasson hannaði og ÍAV byggði vekur ávallt eftirtekt og hrifningu enda mikið listaverk sem er nánast aldrei eins á að líta.

Hér má sjá umfjöllun vefritsins Architectural Digest um Hörpu og fleiri vel hannaðar byggingar.

ÍAV stýrði hönnun Hörpu ásamt því að sjá um allar framkvæmdir við þetta listaverk.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn