Almennar fréttir

19. desember 2011

Harpan – bygging ársins

Sænska hönnunarblaðið Form hefur valið Hörpuna, byggingu ársins. Tímaritið sérhæfir sig í umfjöllun um arkitektúr og hönnun á norrænum slóðum en leggur þó sérstaka áherslu á Svíþjóð enda blaðið gefið út þar – www.formmagazine.se.

Aðrar byggingar, sem komu til greina í valinu, voru skíðastökkpallurinn í Holmenkollen í Ósló, 8-tallet í Kaupmannahöfn, Fagerborg-dagheimilið í Ósló og gestastofa dómkirkjunnar í Lundi í Svíþjóð.

Í umsögn dómnefndar koma fram vangaveltur um það hvort  Harpan sé tákn nýrrar Reykjavíkur eða glæframennsku í fjármálum. Það er látið liggja  á milli hluta en bent er á þá staðreynd að sala á hópferðum til Íslands hefur margfaldast og er aðdráttarafl Hörpunnar talið eiga stóran þátt í þeirri söluaukningu eins og segir í tilkynningu dómnefndar.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn