Almennar fréttir

18. mars 2011

Hópur Kínverja skoðar framkvæmdir við Hörpu

Í morgun heimsótti Hörpuna um 15 manna hópur frá Wuhan í Kína. Um er að ræða aðstoðarborgarstjóra Wuhanborgar ásamt fylgdarliði en glerhjúpur Hörpunnar er framleiddur af fyrirtækinu Lingyun í Wuhan.

Þegar samningur um glerhjúpinn var undirritaður í Wuhan í janúar 2008 tók borgarstjóri Wuhan fullan þátt í henni og veitir borgin Lingyun nauðsynlegan stuðning í þessu flókna og erfiða verkefni. Framleiðsla glerhjúpsins er nú á lokastigi en þegar mest var unnu um 400 manns við smíði hans í Wuhan.

Vinna við uppsetningu glerhjúpsins er nú í fullum gangi og starfa nú yfir 60 manns við það og mun þeim fjölga í yfir 100 í apríl.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn