Almennar fréttir

14. nóvember 2007

Hrólfsskálamelur á Seltjarnarnesi

Í byggingu er 26 íbúða fjölbýlishús við Hrólfsskálamel 2-8 á Seltjarnarnesi, húsið er þrjár hæðir og bílakjallari. Íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar og mikið í þær lagt. Framkvæmdir hófust um miðjan maí 2007 og verða fyrstu íbúðirnar afhentar í nóvember 2008. Íbúðirnar eru einstaklega glæsilegar, á það jafnt við um hönnun, efnisval, búnað og frágang. Staðsetningin er einstök og stutt í allt það besta sem Seltjarnarnes hefur upp á að bjóða. Húsin eru hönnuð af arkitektastofunni Hornsteinum.

Hærra er til lofts en almennt gerist, innfelld lýsing verður í loftum með Instabus ljósastýringakerfi. Gólfhiti er með þráðlausum nemum. Í hverri íbúð verður plankaparket, baðherbergin flísalögð sem og forstofu- og þvottahúsgólf. Innréttingar verða frá danska fyrirtækinu JKE Design með granít-borðplötum og heimilistæki frá Miele. Mikil áhersla er lögð á hljóðeinangrun milli íbúða, sem næst með tvöföldum gólfum. Skýli úr hertu gleri verða á svölum. Mynddyrasímar og myndavélakerfi eru í aðalanddyrum stigahúsanna. Lyftur eru í öllum stigahúsum. Að utan eru húsin klædd að mestu með leirbrenndum flísum og að hluta með sléttri álklæðningu. Allir gluggar eru álklæddir timburgluggar. Afhending fyrstu íbúða er í nóvember 2008.

Verkefnastjóri er Leó Jónsson og byggingarstjóri er Guðmundur Jóhannesson

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn