Almennar fréttir

14. maí 2016

Keflavíkurflugvöllur Endurnýjun flugbrauta

Undirbúningur framkvæmda við endurnýjun flugbrauta á Keflavíkurflugvelli er nú í fullum gangi. Verkið felst í endurnýjun yfirborðs á brautum 02-20 og 11-29, með fræsun og malbikun, ásamt því að leggja nýtt raflagnakerfi að nýjum hliðar- og brautarljósum. Einnig verða gerðar tvær nýjar tengibrautir fyrir flugvélar að flugbrautunum. Tilboðsupphæð ÍAV í verkið eru rúmir 5,6 milljarðar króna og skal verkinu lokið 15. október 2017. Stærsti hluti verksins er malbikun brautanna sem lagt verður út í mismunandi lögum alls um 700.000 m2.

ÍAV og Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas undirrituðu samning þann 29.apríl um undirverktöku Hlaðbæjar Colas í fræsun og malbikun brautanna.

Á myndinni er auk Sigurðar, Sigþór Sigþórsson framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar Colas, við undirritun samningsins.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn