Almennar fréttir

04. júní 2018

Kirkjusandur - 1. skóflustunga

Miðvikudaginn 23. maí var tekin fyrsta skóflustunga fyrir fyrsta húsinu á Kirkjusandsreitnum, þar með hófust verklegar framkvæmdir við uppbyggingu íbúðablokkar með 77 íbúðum, ásamt bílakjallara sem verður samtengdur öðrum bílakjöllurum á reitnum.

Húsið er á 7 hæðum og er heildar flatarmál hæða 8.500 m², kjallari hússins ásamt bílakjallaranum á lóðinni er 3.618 m². Aðalhönnuður er Smith Hammer Lasse í samstarfi við VA-arkitekta. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu en 105 Miðborg sem hefur umráð þar yfir fjórum lóðum hefur samið við ÍAV um uppbyggingu á þremur þeirra, þar verður reist íbúða- skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

Nú er vinna komin á fullt við undirbúning vinnusvæðisins, uppsetningu vinnubúða og gröftur hafinn. Verklok þessa fyrsta áfanga eru áætluð í lok næsta árs.    

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn