Almennar fréttir

27. nóvember 2018

Kirkjusandur staða 27.11.18

Samningurinn er um að hönnunarstýra og byggja þrjú hús, eitt íbúðarhús, bygging D, 77 íbúðir, eitt hús með verslunum á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum, bygging C, 52 íbúðir, og eina skrifstofubyggingu, bygging B. Þá er einnar hæðar sameiginlegur bílakjallari undir öllum húsunum.

Bygging D:  Uppsteypa er í gangi og búið að steypa botnplötu, megnið af veggjum í kjallara og byrjað að leggja niður fiilegran plötur fyrir gólf 1. hæðar. Þar sem 1. hæðin stendur um 1,5 m yfir jörðu eru veggir í kjallara um 5 m háir. Hönnun er að ljúka og reiknað með að skil byggingar verði í des. 2019.

Bygging C: Steypuvinna er hafin og búið að steypa um helming af botnplötu hússins og reiknað með að hún klárist í þessari viku. Hönnun er að ljúka og reiknað með að skil byggingar verði 20.02.2020

Bygging B: Jarðvinna ekki hafin að öðru leyti en það sem þurfti til að búa til aðstöðu fyrir reiti D og C. Hönnun er í gangi og reiknað með að ljúka byggingu í lok ágúst 2020.

Bílakjallari: Jarðvinnu er að mestu lokið fyrir bílakjallara í kringum byggingar D og C en að mestu ólokið fyrir byggingu B. Hafist verður handa við uppsteypu á sameiginlegum bílakjallara í byrjun mars 2019.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn