Almennar fréttir

16. apríl 2021

Landsbankinn – Fullnaðarfrágangur

Framkvæmdir á vegum ÍAV í Landsbankanum eru að fara á fullt. Verkefni ÍAV er fullnaðarfrágangur á byggingunni að innan og utan. Ísetning glugga hefst í lok apríl og uppsetning steinklæðningar í kjölfarið. Uppsteypuverktaki lýkur sínu verki um mitt sumar og þá getur frágangur innan og utanhúss hafist af krafti.

Um er að ræða fimm hæða byggingu og kjallara á tveimur hæðum, sem mun skiptast í mismunandi áfanga, bankastarfsemi, skrifstofu- verslunar- og þjónusturými. Verslunar- og þjónusturými á eru á jarðhæð og á hluta efri hæðar kjallara. Í kjallara eru tæknirými, ýmis stoðrými, ásamt bílastæðum og hjólageymslu. Stærð byggingar er um 22.000 m2, þar af 1.500 m2 tæknirými og 4.000 m2 bílakjallari.  Byggingin verður BREEAM vottuð og markmiðið er að byggingin nái einkunn „Excellent“ samkvæmt BREEAM International New Construction 2016 SD233 2.0.

 

Helstu verkþættir fullnaðarfrágangs

 

Frágangur utanhúss:

Einangrun og múrverk 3.000 m2

Einangrun útveggja og lofta 3.500 m2

Þakfrágangur 5.300 m2

Uppsetning steinklæðningar með upphengikerfi 3.300 m2

Álgluggar 600 m2

Útihurðir 32 stk

Málun 5.300 m2

 

Frágangur innanhúss:

Innveggir 7.200 m2

Glerkerfisveggir 100 stk.

Niðurtekin loft 10.800 m2

Stálhandrið 1.000 m.

Málun 20.000 m2

Gólfefni 13.900 m2

Innréttingar, innihurðir ofl., heild.

 

Lagnakerfi:

Frárennsli: Steypujárnslagnir 530 m, PP lagnir 790 m, lokaðar skolpdælur með stýringum 7 stk.

Neysluvatnskerfi: Álpex 2.050 m, ryðfrítt stál 1.970 m

Hitaveitukerfi: Svart stál 6.170 m, gólfhitalagnir 5.500 m, snjóbræðslulagnir 4.200 m, gryfjuofnar 270 stk.

Vatnsúðakerfi: svart stál 8.700 m, úðastútar 2.500 stk.

Kælikerfi: PPr lagnir 6.700 m

Loftræsikerfi: kanntaðir stokkar 48.000 kg, sívalir stokkar 4.000 m, flæðilokur 80 stk, reyk og brunalokur 200 stk, 3 stk. loftræsisamstæður 40-50.0000 m3/klst með varmaendurvinnslu, kæliraftar 500 stk.

 

Rafkerfi:

Lagnaleiðir: Netstigar 2.760m, tenglarennur 1.000m, skinnustokkakerfi 120m, töfluskápar 32stk, lágspennustrengir 51.000m

Lampar: 3600stk

Stýristrengir hússtjórnarkerfis: 46.000m, KNX rofar 170stk

Brunaviðvörunarkerfi: Strengir 15.000m, skynjarar 430stk, hátalarar rýmingarkerfis 170stk

Fjarskiptakerfi: Strengir 67.000m,

Rafstöð: 900kW

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn