Almennar fréttir

23. febrúar 2018

Nýr verksamningur - Móavegur 2

Bjarg íbúðafélag hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB og ÍAV undirrituðu þann 16. mars 2018 verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi samtals 155 almennar leiguíbúðir í sjö 3-4 hæða byggingum með sameiginlegum bílakjallara fyrir fast heildarverð

Framkvæmdir hefjast á næstu dögum og áætluð verklok eru áætluð í júní 2020. Hér má sjá myndband frá fyrstu skóflustungunni.

Undirritun verksamningsins á sér nokkurn aðdraganda, en samningsaðilar gerðu með sér samstarfssamning þann 23. mars 2017, sem byggðist á því að veitti ÍAV ráðgjöf um hönnun og kostnaðarmat fyrir verkefnið.  Aðilar hafa því síðan unnið að gerð hönnunargagna með það að leiðarljósi að byggja megi hagkvæmar leiguíbúðir í anda 17. greinar laga 52/2016.

Verkefnastjóri verður Sigurjón Jónsson, byggingastjóri verður Oddur Helgi Oddsson aðstoðarbyggingastjóri verður Össur Emil Friðgeirsson.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn