Almennar fréttir

18. febrúar 2019

Oft veltir lítil þúfa ....

Við starfsmenn ÍAV erum ótrúlega heppin að hafa átt þess kost að borða hjá henni Röggu síðustu 12 árin. Hún er búin að gleðja okkur endalaust með góðum og hollum mat ástamt því að vera afspyrnu hress matráður sem segir það sem henni býr í brjósti, en alltaf af hugulsemi og væntum þyggju.

Núna var hún í annað skipti að gefa af sér stórt. Skrifar niður uppskriftirnar sínar, fær vinnufélaga og fyrirtæki sem hún verslar við til að vera með. Lætur prenta bók og selur síðan bókina öllum sem vilja. Árangurinn lét ekki á sér standa. Fyrri bókin gaf af sér 700 þúsund sem fót allt til Umhyggju, félags langveikra barna í janúar 2015. Sú síðari sem kom út í haust hefur nú gefið af sér 1,3 milljónir til sama málstaðar. Allur ágóði rennur þangað. Allnokkur fyrirtæki hafa lagt hönd á plóginn og greitt allan kosnað við útgáfuna þannig að allt sem safnast skilar sér til Umhyggju.

Tvær milljónir frá henni á stuttum tíma gerir okkur samstarfsfólk hennar stolt, bæði af henni, hennar framtaki og þeirri aðstoð sem hún hefur hlotið frá öllum sem lögðu hönd á plóg.

Til hamingju Ragnheiður Ketilsdóttir – við erum stolt af þér!

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn