Almennar fréttir

21. desember 2007

Pólskir starfsmenn ÍAV halda heim um hátíðarnar

Flestir vilja halda jólin heima hjá sér til að hátíðin verði sem gleðilegust í faðmi ættingja og vina. Hægt var að stilla verkefnunum upp á þann hátt að ekkert var því til fyrirstöðu að gefa pólskun starfsmönnum frí yfir hátíðarnar. ÍAV ákváðu að leigja flugvél fyrir pólska starfsmenn sína og fljúga með þá í beinu flugi til Póllands.  Haft var samband við Iceland Express, sem útveguðu flugvél og flugu með starfsmennina frá Keflavík til Kraká í Póllandi. Þeir koma svo sömu leið til baka eftir áramót.

ÍAV er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins og hjá því starfar fjöldi pólskra iðnaðar- og verkamanna. Af þeim fóru um 150 manns með leiguflugi til Póllands þann 20. desember  og koma síðan til baka eftir áramót og hefja aftur vinnu þann 7. janúar.

Pólverjar játa flestir rómversk-kaþólska trú og þar af leiðandi eru jólasiðir að mörgu leiti mjög svipaðir og tíðkast hér á landi. Fjölmargir sækja kirkjur yfir jólin og flestar kirkjur Póllands fyllast af fólki á jóladag og á öðrum degi jóla. Eins og víða í kaþólskum löndum tíðkast að setja upp jólajötur sem oft eru mjög stórar og skrautlegar. Á þrettándanum er algengt að fólk kríti á útidyr sínar stafina KMB í þeirri trú  að það séu upphafsstafir konunganna þriggja, vitringanna, sem heimsóttu jötu Jesús. Í raun er þetta latneska, Christus Mansionem Benedicat sem útleggst einfaldlega „Kristur blessi heimilið“

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn