Almennar fréttir

20. apríl 2012

Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur heiðraður

 

Í gær, sumardaginn fyrsta, var Ríkharði Kristjánssyni veitt aldarviðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir störf sín á 100 ára afmælisfagnaði félagsins í Hörpu.

Ríkharður er heiðraður fyrir forystu og frumkvöðlastarf sitt í þágu verkfræðilegrar vinnu á Íslandi eða eins og segir í viðurkenningarskjalinu: „Heiðraður fyrir forystu og samræmt átak til að losna við alkalívirkni og aðrar skemmdir úr íslenskri steinsteypu og sameina tæknilega og fagurfræðilega snjallar lausnir við hönnun brúa, menningarbygginga og sýninga til landkynninga erlendis“.

Ríkharður hefur komið að hönnun og ráðgjöf margra mannvirkja á Íslandi og hefur einnig verið fenginn  til að sinna ráðgjöf vegna mannvirkja erlendis. Hann hefur áður hlotið viðurkenningar og verðlaun vegna þekkingar sinnar á verkfræðilegum málefnum.

Við óskum Ríkharði innilega til hamingju með viðurkenninguna og er hann vel að henni kominn.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn