Almennar fréttir

21. desember 2007

Samið um kaup á tæknibúnaði fyrir tónlistarhús

Nýverið var undirritaður samningur við austurríska fyrirtækið Waagner-Biro, vegna kaupa á búnaði fyrir tónlistar- og ráðstefnuhúsið við austurhöfn.

Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnis undirritaði samninginn fyrir hönd ÍAV og Walter Weinwurm fyrir hönd Waagner-Biro. Waagner-Biro var valið til verksins eftir útboð að undangengnu forvali. Innifalið í samningnum er meðal annars hljómskjöldur í tónleikasal, svokallaðir bannerar sem stýra hljómgæðum, ýmiss stýribúnaður og tæknikerfi, hringsvið, kvikmyndatjald, píanó- og sviðslyftur. Fyrsti hluti búnaðarins kemur til landsins í apríl á næsta ári, en meginhluti hans verður settur upp árið 2009.

Fyrirtækið Waagner-Biro er með höfuðstöðvar í Vín í Austurríki og á sér um 150 ára sögu. Það hefur getið sér gott orðspor varðandi búnað í tónlistarhús um allan heim og væntir ÍAV mikils af samstarfi við þá.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn