Almennar fréttir

03. febrúar 2014

Samningur um byggingu fangelsis á Hólmsheiði

Föstudaginn 31. janúar undirrituðu Íslenskir aðalverktakar hf. og Innanríkisráðuneytið verksamning um byggingu fangelsis á Hólmsheiði.

Samningurinn tekur til húsbyggingarinnar sem er um 3.600 m² að grunnfleti með öllum föstum búnaði ásamt frágangi á lóð.

Strax verður hafist handa við uppsetningu vinnubúða og hefjast bygginga framkvæmdir í kjölfarið. Verklok eru 1. desember 2015.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn