Almennar fréttir

03. desember 2014

Samningur við HB Granda

Þann 21. nóvember sl. var undirritaður samningur á milli HB Granda og ÍAV um framkvæmdir við Norðurgarð í Reykjavík. Samningurinn tekur til byggingar 1.440 fermetra viðbyggingar við fiskiðjuver félagsins á Norðurgarði og 260 fermetra sorpflokkunarstöðvar auk  aðstöðu til geymslu veiðarfæra.

Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, verður umbúðageymsla auk sameiginlegs verkstæðis fiskvinnslu og útgerðar í viðbyggingunni við fiskiðjuverið. Varahlutalager útgerðar mun flytjast úr Bakkaskemmu í núverandi umbúðageymslu við Norðurgarð.


Í kjölfar undirritunar samningsins var fyrsta skóflustungan fyrir viðbygginguna við Norðurgarð tekin. Gert er ráð fyrir framkvæmdum ljúki um mitt sumar 2015. Þá mun öll starfsemi HB Granda í Reykjavík fara fram á athafnasvæði félagsins en nú eru bæði verkstæði útgerðar og veiðarfæri utan þess.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn