Almennar fréttir

18. júní 2007

Síðasta botnplatan steypt

Þann sextánda júní var síðasta neðri botnplatan steypt í Tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Í hana fóru tæplega 1.300 rúmmetrar af steypu.

Tvær steypudælur, 20 smiðir og 21 steypubíll sáu um að koma steypunni á sinn stað. Byrjað var að dæla steypu laust fyrir klukkan sex um morguninn en öll steypa var komin á sinn stað rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi.

Góður gangur er á framkvæmdinni. Rúmlega 30 járnabindingamenn eru að störfum, aðallega rússar og von er á fleirum. Einnig rúmlega 30 pólskir smiðir og mun þeim fjölga. Að auki eru við störf nokkrir verkamenn, mest sumarfólk. Starfsmenn ÍAV skrifstofufólk, verkstjórar, flokkstjórar, tæknifræðingar og verkfræðingar ásamt mötuneytisstarfsfólki eru smám saman að koma sér fyrir í vinnubúðunum.

Framundan er mikil steypuvinna við veggi og plötur, uppbygging stálburðarvirkis og vinna við raflagnir, frárennslis- og vatnslagnir og loftræsingu, ásamt klæðningu hússins að utan með “glerskúlptúr” Ólafs Elíassonar.

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn