Almennar fréttir

01. desember 2009

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Í liðinni viku mættu tæplega 100 aðilar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands til að kanna aðstæður í framtíðarheimkynnum sínum í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu.

Þetta er annað skiptið sem starfsmenn hljómsveitarinnar koma í vettvangsskoðun. Mikla eftirvæntingu var að skynja hjá meðlimum hljómsveitarinnar enda lengi þrengt að hljóðfæraleikurunum í núverandi húsnæði í Háskólabíói.

Í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu munu aðstæður hinsvegar verða hinar bestu en hljóðráðgjafar hafa látið í það skína að hljómburður í Tónlistarhúsinu geti orðið sá besti í heiminum.  Fóru gestirnir vítt og breitt um húsið og skoðuðu aðstæður og var mikil ánægja með heimsóknina.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn