Almennar fréttir

12. febrúar 2008

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Í hádeginu fimmtudaginn 14. febrúar, tóku starfsmenn ÍAV og Portus hf. á móti hljóðfæraleikurum og öðru starfsfólki Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tekið var á móti hópnum, alls um 100 manns á byggingasvæði Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn.

Hópurinn fór í rútu frá Háskólabíói sem leið lá niður að Austurhöfn. Móttakan fór svo fram í kjallara tónlistarhússins sjálfs og er það í fyrsta skipti sem tekið er á móti hópi þar. Farið var yfir stöðu mála og sýndar þær framkvæmdir sem unnið er að. Þetta er í fyrsta skipti sem Sinfónían heimsækir þetta framtíðarheimili sitt sem mun gjörbylta allri aðstöðu sveitarinnar.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn