Almennar fréttir

24. október 2005

Sjótökuholur

Í júní undirrituðu Íslenskir aðalverktakar og Hitaveita Suðurnesja samning um borun á sjótökuholum á Reykjanesi. Framkvæmdir hófust í ágúst og lauk verkinu í desember. Með samningi þessum er ÍAV að vinna að verkefni í jarðborunum í fyrsta sinn.

Það er í takt við stefnu fyrirtækisins að sækja inn á nýjan markað og stuðla enn frekar að uppbyggingu fyrirtækisins og áframhaldandi vexti.

Verkefni þetta fellur vel að kjarnastarfsemi fyrirtækisins og mun þekking starfsmanna nýtast vel í verkefni þessu.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn