Almennar fréttir

16. mars 2006

Skrifað undir samninga um byggingu tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn

Skrifað hefur verið undir samninga um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn.ÍAV sjá um hönnun og byggingu verksins en húsið verður í eigu Landsafls og Nýsir hf mun sjá um rekstur hússins. Arkitektar eru HLT, Henning Larsens Tegnestue A/S og Batteríið ehf. Verkfræðistofan Rambøll Danmark A/S sér um verkfræðilega þætti. Verkfræðistofurnar Hnit hf. og Hönnun hf. eru tæknilegir ráðgjafar. Hluti af yfirborðskápu hússins er verk listamannsins og hönnuðarins Ólafs Elíassonar og Vladimir Ashkenazy er listrænn ráðgjafi Portus Group varðandi dagskrá fyrstu árin.

Húsið

Hönnun tónlistar- og ráðstefnuhússins mun mótast af áhrifum frá náttúru Íslands. Meginhugmyndin með byggingunni er að skapa kristallað form með fjölbreyttum litum sem sóttir eru í nærliggjandi náttúru og gefur þeimsem njóta síbreytileg tilfinningaleg áhrif. Áhersla verður lögð á sýnileika byggingarinnar. Hún verður vel afmörkuð frá miðbænum, stakstæð og með glæsilegri framhlið. Glerkápa hússins mun gegna stóru hlutverki í ásýnd hússins og verður áberandi hvaðan sem á það er litið. Skipulag byggingarinnar verður mjög skýrt með þremur samliggjandi sölum til tónleikahalds, tónlistaæfinga og ráðstefnuhalds. Þetta einfaldar allt flæði innanhúss.Við hönnun verður lögð áhersla á að húsið getinýstbæði fyrir stærri viðburði og minni með því að aðskilja ráðstefnurýmin.

Markmið tónlistar- og ráðstefnuhússins verður að skapa fyrsta flokks aðstöðu og standa fyrir viðburðum er standast alþjóðlegan samjöfnuð. Í húsinu verður aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig mun húsið vera stærsti og vandaðasti samkomustaður fyrir menningarviðburði á Íslandi. Listræn stefna þess verður leiðandi í tónlistarlífi landsins og beinir sjónum heimsins að Íslandi og styrkir stöðu landsins í alþjóðlegri samkeppni á sviði menningarstarfsemi. Einnigað auka gæði, aðgengileika og framboð menningarviðburða fyrir almenning, koma list á framfæri, styðja kennslu í listanámi og auðga menningarlíf landsmanna.

Breytt miðborg

Samkvæmt tillögu Portus Group verður tónlistar- og ráðstefnubyggingin staðsett nyrst á byggingarlóðinni. Að hluta til stendur húsið á landfyllingu, sem gerð verður í Austurbugtinni þar sem hafnarbakkinn verður færður fram. Samanlögð stærð tónlistarhússins og ráðstefnumiðstöðvarinnar er um 26.000 fermetrar og mun byggingin m.a. rúma tónleikasal sem tekur 1.800 manns í sæti, tvískiptanlegan ráðstefnusal með 750 sætum, kammermúsíksal með 450 sætum og minni sal/aðstöðu fyrir 180-200 áheyrendur. Framan við tónlistarhúsið er gerð ráð fyrir nýju torgi sem hlotið hefur nafni Reykjatorg.Handan torgsins er gert ráð fyrir hótelbyggingu sem verður álíka stór og tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðin.

Þá felur tillagan einnig í sér uppbyggingu á aðliggjandi lóðum, sem vinningshafinn kaupir byggingarrétt á og fær að byggja á fyrir eigin reikning. Alls nemur heildarbyggingarmagnið, sem tillagan nær til, yfir 100.000 fermetrum auk 1.600 bílastæðakjallara neðanjarðar og mun gerbreyta ásýnd miðborgarinnar.

Ráðstefnumiðstöð á heimsmælikvarða

Í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu verður langbesta ráðstefnuaðstaða sem til er í landinu.Við hliðina á húsinu verður hótel í hæsta gæðaflokki sem mun nýtast ráðstefnugestum. Innangengt verður á milli bygginganna.Þarna má auðveldlega halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og þing fyrir tiltekna hópa, t.d. læknaráðstefnur, þing Norðurlandaráðs, landsþing stjórnmálaflokka og stórra félagasamtaka, sem og aðalfundi stórra hlutafélaga.

W Hotels Worldwide

Portus Group hefur náð samkomulagi við alþjóðlegu hótelkeðjuna Starwood Hotels en innan hennar má finna hótel eins og The Westin, Sheraton, Four Points, The St. Regis, The Luxury Collection og W Hotels. Bæði Portus Group og Starwood Hotels telja það mjög áhugaverðan kost að byggja W hótel við hlið tónlistar og ráðstefnuhússins, sem yrði í senn með hefðbundnum hótelherbergjum og hótelíbúðum, og yrði í nánum starfstengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Mjög vönduð, áhrifamikil og listræn hönnun einkennir W hótelin. Hönnun þeirra er að nokkru frábrugðin því sem tíðkast hjá hefðbundnum hótelum. Starwood Hotels hafa góða reynslu af samstarfi við ráðstefnumiðstöðvar sem starfa sjálfstætt en í nánum tengslum við viðkomandi hótel.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn