Almennar fréttir

09. júlí 2009

Snjóflóðavarnargarður rís í Bolungarvík

Í sumar hafa framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð í Traðarhyrnu í Bolungarvík gengið vel.Vinna við varnargarðinn hófst ekki að fullu fyrr en í júlímánuði en hlé verður gert á vinnu við varnargarðinn í nóvember.

Í apríl á næsta ári er gert ráð fyrir að vinnan hefjist á nýjan leik og eru verklok áætluð í október 2010. Varnargarðurinn mun verða 18-22 metrar á hæð og 700 metra langur og er honum ætlað að veita öruggt skjól fyrir ofanföllum af ýmsu tagi.

Starfsmenn við verkið eru að jafnaði um 10 talsins og eru heimamenn þar í meirihluta.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn