Almennar fréttir

20. maí 2009

Stækkun á Furugerði 1 fyrir Félagsbústaði

Skrifað hefur verið undir samning um stækkun á Furugerði 1 en þar reka Félagsbústaðir þjónustuíbúðir fyrir aldraða.Furugerði 1 var byggt árið 1977 en þar eru 70 íbúðir á 8 hæðum.Samningurinn felur í sér að byggð verður inndregin hæð á þeirri níundu þar sem verða sex íbúðir og baðaðstaða auk þess sem núverandi matsalur verður stækkaður í kjallara hússins.

Að loknu forvali voru sjö aðilum boðið að bjóða í en fimm skiluðu inn tilboði.Tilboð ÍAV var hagstæðast eða 178.304.690 eða 87% af kostnaðaráætlun.ÍAV munu hefja framkvæmdir fljótlega en verkinu á að vera lokið um miðjan desember.Verkefnastjóri er Unnar Björn Jónsson og Guðmundur Konráðsson byggingastjóri.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn