Almennar fréttir

22. mars 2013

Stækkun á Skarfabakka

 

Vinna við stækkun hafnarinnar á Skarfabakka er enn í fullum gangi en verkið hófst í apríl á síðasta ári. Verkkaupi er Faxaflóahafnir og felst vinnan í framlengingu á núverandi höfn á Skarfabakka til að hægt sé að leggja tveimur skemmtiferðaskipum í einu að höfninni. Helstu verkþættir verksins eru: þilrekstur, landfylling, dýpkun, gerð kantbita og yfirborðsfrágangur.

 

Vinnu við þilrekstur lauk í janúar en þá var hafist handa við kantbitann sem sjá má á myndinni. Við verkið hafa að meðaltali starfað um 20 manns. Verklok eru áætluð síðar á þessu ári.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn