Almennar fréttir

15. júní 2012

Stækkun Háskólatorgs

Í dag var skrifað undir samning vegna stækkunar Háskólatorgs. Um er að ræða stækkun upp á rúmlega 990 fm2. Um leið og tilskilin leyfi hafa fengist, verður hafist handa við að reisa vinnubúðir á svæðinu en þær munu standa við aðalbyggingu Háskólans.

Framkvæmdin samanstendur af 561 fm2 stúdentakjallara á 1. hæð og um 238 fm2 stækkun á háskólatorginu sjálfu á 2. hæð. Vestanmegin við Háskólatorg mun síðan rísa geymslu- og sorpbygging sem verður um 194 fm2 að stærð.

Verklok eru áætluð vorið 2013 og verkkaupi er Félagsstofnun stúdenta.

.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn